Um félagið.
Styrktarsjóður Steinars Mána er félag sem stofnað var 7. ágúst 2011 fyrir Steinar Mána Guðmundsson.
Tilgangur félagsins er að úthluta styrkjum til Steinars Mána vegna fötlunar sem hann hlaut í fæðingu (CP). Tilgangi sínum hyggst félagið ná með því að veita fjárhagsaðstoð vegna ýmissa kostnaðarliða sem óhjákvæmilega hljótast vegna fötlunar Steinars Mána.
Í stjórn félagsins eru Ágústína Guðmundsdóttir, Guðríður Guðbjartsdóttir, Sesselja María Sveinsdóttir, Guðmundur Ingvar Jónsson og Guðmundur Örn Ingvarsson sem jafnframt er formaður félagsins.
Fjármögnun félagsins byggist á frjálsum framlögum.